Allar vörur Frón eru transfitusnauðar
Allar vörur Frón eru transfitusnauðar

Frón hefur ætíð kappkostað að bjóða Íslendingum upp á gæðavöru enda kemur Frónkex við sögu á hverjum degi í lífi Íslendinga. Undanfarnið hefur umræða um magn transfitusýra í matvælum hér á landi verið fyrirferðarmikil og það ekki af ástæðulausu þar sem transfitusýrur eru taldar sérlega heilsuspillandi.

Þar sem hið sívinsæla Frónkex er annarsvegar er full ástæða til að vekja athygli á því sem vel er gert í íslenskri framleiðslu og þeirri staðreynd að allar framleiðsluvörur Frón eru snauðar af transfitu og innihalda því að hámarki 0,5% af transfitusýrum sem er aðeins um fjórðungur þess sem fyrirhuguð löggjöf um hámark transfitu kveður á um.

Framleiðsluvörur Frón innihalda mun minna af transfitusýrum en möguleg löggjöf á Íslandi myndi gera kröfur um eða að hámarki 0,5%. Geir Gunnlaugsson landlæknir hefur viðrað þá hugmynd í fréttum að banna ætti transfitu á Íslandi líkt og gert hefur verið í Danmörku með vörur sem innihalda meira en 2 grömm af transfitusýrum í hverjum 100 grömmum.

Transfitusnauðar vörur hjá Frón frá 2007

Stefna Frón að auka hollustu framleiðslunnar var tekin í upphafi ársins 2004. Framleiðsluaðferðum var breytt og hráefnið endurskoðað. Frá miðju ári 2007 hafa allar vörur Frón verið transfitusnauðar samkvæmt dönsku löggjöfinni, en hún var sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum og miðar við að vörur megi ekki innihalda meira en 2 grömm af transfitusýrum í hverjum 100 grömmum í verksmiðjuframleiddri vöru.

Reynsla Dana af löggjöfinni er góð og nýleg rannsókn sýnir að neysla transfitu er minnst í Danmörku af þeim 24 löndum sem skoðuð voru. Íslendingar voru neðarlega á lista í rannsókninni, í sama flokki og Bandaríkjamenn og Austur-Evrópuþjóðir og því er ekki undarlegt að litið sé til Danmerkur eftir leiðbeiningum á þessu sviði. Danir þrýsta nú á Evrópusambandið að taka upp sömu reglur.

Sem áður segir innihalda allar vörur Frón minna en 1% transfitusýru og því er engin ástæða fyrir aðdáendur Frón kexins að fórna sæta bitanum sínum og um leið geta Íslendingar með vali sínu styrkt góða íslenska framleiðslu.

Deila |